SENDUM FRÍTT í PÓSTBOX EÐA DROPP PICKUP POINTS UM ALLT LAND

Skilmálar

Við hjá Fairvape viljum veita sem bestu þjónustu og bjóðum viðskipavinum okkar persónulega og góða þjónustu. Hér koma upplýsingar um þá skilmála sem verslunin gefur sér en ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá svörum við fyrirspurnum á fairvape@fairvape.is

Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilan:
Fairvape ehf. 
kt. 550616-1650 
VSK: 125388 
fairvape@fairvape.is


Fákafen 11, 108 Reykjavík, s: 787-7040 
Silfurský, Eyravegur 15, 800 Selfoss, s: 767-4055 
Hverfisgatu 64, 101 Reykjavík, s: 787-5544

 

Skilmálar verslunar 

 

Aldurstakmark

Í vefverslun Fairvape er 18 ára aldurstakmark. Við áskiljum okkur rétt til þess að biðja fólk um sönnun um aldur með framvísun löggildra skilríkja með mynd. 

Komist upp að viðskiptavinur hafi ekki náð 18 ára aldri, eftir að sala hefur verið framkvæmd í verslun eða á vefsíðu okkar verður vara ekki afhent og sala endurgreidd að fullu eftir að foreldrar eða forráðamaður hefur verið upplýstur um málið.

Afhending vöru
Ef ekki er valið að sækja pöntunina í verslun okkar að Fákafen 11, Eyrabakka 15 eða Hverfisgötu 64, þá er pöntun send með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

Heimsending

Fairvape sendir pantanir með Íslandspósti innan 48 klst á virkum dögum frá því að pöntun er greidd. Við munum gera okkar besta að senda út pantanir eins fljótt og auðið er innan þess tíma. 
Sé gengið frá pöntun um helgi, á frídögum eða seinnipart föstudags fer pöntunin í póst næsta virka dag.
Hægt er að velja um 2 afhendingarleiðir:

  1. Pöntun sótt í verslun okkar að Fákafen 11, Eyrabakka 15 eða Hverfisgötu 64.
  2. Þú getur þú fengið hana senda frítt á næsta pósthús við þig.

Greiðslur í vefverslun

Allar greiðslur fara fram í gegnum öruggar greiðslugáttir og geymir fairvape.is ekki neinar kortaupplýsingar eða lykilorð.

Þú getur valið um að greiða með eftirfarandi leiðum:
1. Kredit-/Debetkort - Greitt í gegnum örugga gátt Valitors með annaðhvort kredit- eða debetkorti. 

2. Greiða er hægt með Netgíró.

3. Greiða er hægt með millifærslu á bankareikning:

515-26-161650
kt. 550616-1650

4. Greiða er hægt með Pay.

2. Verð á öllum vörum/þjónustu eru með vsk.

Hætt við pöntun: 
Viljir þú hætta við pöntun sem gerð var í gegnum vefverslun þarf að hringja í okkur eða senda tölvupóst.
Við endurgreiðum vöruna að fullu ef hún hefur ekki farið úr húsi, en ef varan hefur verið send af stað fæst hún endurgreidd þegar viðskiptavinur hefur sent hana til baka til okkar.
Athugið að ef hætt er við pöntun eftir að vara er send af stað fæst hún ekki endurgreidd að fullu heldur er upphæðin endurgreidd að frádregnum sendingarkostnaði. Viðskiptavinur ber einnig kostnað af endursendingu til okkar.

Skilafrestur: 

Viðskiptavinir hafa 14 daga frá afhendingadegi til þess að skila vöru. Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar að meðferð hennar, sem ekki telst nauðsynleg til að staðfesta einkenni, eiginleika og virkni. Enn fremur þurfa allir fylgihlutir og handbækur að fylgja með vöru..  
Innan 14 daga fæst varan endurgreidd að fullu að frádregnum sendingarkostnaði ef við á. 

Finna má staðlaðar leiðbeiningar og uppsagnareyðublað á neytendasamningi í viðauka 1 og 2 í reglugerð nr. 435/2016 um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi.


Eftir 14 daga fæst vöru ekki skilað.
ATH að vökvum, coilum, tönkum og pod er aðeins hægt að skila ef innsigli ekki rofið Þetta er gert vegna lýðheilsusjónarmiða og hreinlætisástæðum.

Gallar og annað

  1. Ef við afhendum ranga vöru skal hafa samband við okkur. Viðskiptavinur skal senda vöruna til baka óopnaða á okkar kostnað og við sendum rétta vöru til viðskiptavinar. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að athuga hvort rétt vara hafi verið afhend áður en vara er tekin úr pakkningu.
  2. Ef vara reynist gölluð, fæst henni skipt fyrir sömu vöru eftir skoðun hjá okkur sé það gert innan 2ára frá afhendingadegi. Ef sama vara er ekki til á lager fæst sambærileg vara í staðin.
  1. Það er á ábyrgð viðskiptavinar  kanna hvort varan virki eins og hún á að gera.
  2. Ef viðskiptavinur telur vöru gallaða þurfum við að fá hana afhenta til skoðunar. Reynist vara ekki gölluð við skoðun hjá okkur þá er vara endursend á kostnað viðskiptavinar.
  3. Ef varan virkar ekki með "Þinni" vöru sem ekki er keypt hjá okkur en virkar á okkar vörum, telst það ekki galli á okkar vöru.
  4. Við getum aðeins ábyrgst að vörur sem við seljum passi með öðrum vörum sem við seljum. Rafrettu markaðurinn er gífurlega stór og fjölbreyttur og er alltaf möguleiki á því að sumar vörur virki illa eða ekki með öðrum vörum. Þetta er sjaldgæft en getur gerst.
  5. Ódýrari batterí og aðrar vörur geta verið keyrð út eftir 90 daga í stöðugri notkun og hleðslu. Hleðslubatterí hafa ekki endalausta getu og rýrna með tímanum. Teljir þú vöruna gallaða frekar en útkeyrða getur þú komið með hana eða sent til okkar og við förum yfir hana og metum hvort um sé að ræða galla eða notkun. Eðli vöru að endast ekki 2 ár gildir líka um kol/brennara/hitara/coil og tanka
  6. Við ábyrgjumst ekki brotin gler eða vörur sem sjáanlegt tjón er á.
  7. Til að skila til okkar gallaðri vöru þarf að senda hana til okkar vel innpakkaðri. Einnig þarf að framvísa sönnun fyrir kaupum ásamt kennitölu, nafni og símanúmeri.  Upplýsingar skulu fylgja með sem og lýsingu á galla.
  1. Við berum ekki ábyrgð á glötuðum sendingum sem sendar eru til okkar.
  1. Viðskiptavinir sem reyna að skila klónuðum vörum, þ.e vörum sem eru eftirlíkingar eða vörum sem ekki eru keyptar hjá okkur og ekki gerðar af framleiðendum sem við styðjum og seljum frá, munu fá vöruna endursenda til sín á eigin kostnað, og þeir viðskiptavinir munu ekki lengur fá að versla á vefsíðu okkar né í verslun og málið meðhöndlað sem vörusvik samkvæmt lögum.
  2. Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur

    Komi upp ágreiningur milli neytenda og seljenda er varða samningsbundna skyldu sem rís af sölu- eða þjónustusamningi er einnig hægt að hafa samband við Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa: kvth.is

  3.  

    Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

Við fögnum ábendingum varðandi skilmála þessa og viljum ávallt veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustuna. Ef eitthvað er óskýrt máttu endilega hafa samband við okkur.